top of page

Námskeið í Grensáslaug.

Undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Síðasti tíminn fyrir jól er 20. desember.
Kennsla hefst 8. janúar og er stendur forskráning til 8. desember.

Tímarnir eru tvisvar í viku í 45 mínútur í senn. Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er hitastig laugar 33°C. 

Áhersla er lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.

Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika. Þátttakendur fá fræðslu og heimaæfingar í hverri viku.

Í lauginni eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

Mánudaga og miðvikudaga

Bakleikfimi í laug

Léttar liðkandi og styrkjandi æfingar sem bæta líðan í hálsi og baki. Æfingar fyrir þá sem hafa einkenni frá hálsi og baki, gigt og sjúkdóma þar sem forðast þarf ofálag.

kl. 11.30 til 12.15

kl. 16.10 til 16.55

Leikfimi í laug 

Fjölbreyttar og æfingar þar sem áhersla er lögð á styrk, úthald og liðleika. Hver og einn stjórnar álaginu og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum. 

kl. 12.15 til 13.00

kl. 17.00 til 17.45

kl. 17.50 til 18.35 - Meira þol og þrek!

Skráning á námskeið.

Þú getur valið að skrá þig á heilt námskeið eða hálft.

Heilt námskeið er frá 8. janúar til 15. maí.

Hálft námskeið er frá 8. janúar til 6. mars og frá 11. mars til 15. maí.

IMG_6831_edited.jpg

Sundlaug LSH Grensás

við Álmgerði.

Grensásvegi 62, 108 Reykjavík.

bottom of page