top of page

NÁMSKEIÐ Í GRENSÁSLAUG.

NÁMSKEIÐ Í GRENSÁSLAUG

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA

  • Tveir 45 mínútna tímar tvisvar í viku.

  • Æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.

  • Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.

  • Fræðsla og heimaæfingar í hverri viku.

  • Hitastig laugar er 33°C.

  • Heitir pottar með vatnsnuddi.

download (1) - Copy - Copy.jpg
Í Grensáslaug er verið að skipta um flísar og lagnir við sundlaug og í búningsklefum. 

Miklar steypuskemmdir komu í ljós við sundlaugina þegar flísarnar voru fjarlægðar og það er verið að ákveða hvort að gera eigi við skemmdirnar eða steypa laugina upp á nýtt.

Ef gert verður við steypuna er áætlað að laugin opni í byrjun janúar en ef laugin verður steypt upp á nýtt er áætlað að hún opni í lok febrúar.

 

Við getum leigt sundlaug Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi á meðan viðgerðin stendur yfir.

Sundlaugin er aðeins laus í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum. Engir eftirmiðdagstímar eru í boði.

Við stefnum á að byrja kennslu í hádeginu þann 5. september.

Ef þú vilt fá tölvupóst frá okkur þegar skráning hefst skaltu senda okkur tölvupóst á bakleikfimi@bakleikfimi.com

BAKLEIKFIMI Í LAUG MEÐ LÉTTUM ÆFINGUM 

Styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líðan í hálsi, herðum og baki.

Léttar æfingar þar sem hver og einn stjórnar álaginu í æfingum.

kl. 11.30 - 12.15  

kl. 16.15 - 17.00  

Vetraráskrift kr. 15.850/mán

9 vikur kr. 51.300 (kr 17.100/mán í 3 mánuði þegar greitt er með kreditkorti.

LEIKFIMI Í LAUG MEÐ FJÖLBREYTTUM ÆFINGUM

Fjölbreyttar æfingar þar sem áhersla er lögð á úthald, styrk og liðleika.

Hver og einn stjórnar álaginu í æfingunum og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum. 

kl. 12.15 - 13.00  

kl. 17.00 - 17.45   

Vetraráskrift kr. 15.850/mán

9 vikur kr. 51.300 (kr 17.100/mán í 3 mánuði þegar greitt er með kreditkorti.

LEIKFIMI Í LAUG MEÐ KRÖFTUGUM ÆFINGUM

Fjölbreyttar æfingar þar sem áhersla er lögð á úthald, styrk og liðleika.   

Hver og einn stjórnar álaginu í æfingunum og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum.

Þessi hópur er fyrir þá sem vilja koma sér í topp form.

kl. 17.45 - 18.30 

Vetraráskrift kr. 15.850/mán

9 vikur kr. 51.300 (kr 17.100/mán í 3 mánuði þegar greitt er með kreditkorti.

ENDURHÆFINGARSTÖÐ GRENSÁS LSH.

Við Álmgerði.

Grensásvegi 62, 108 Reykjavík.

bottom of page