Námskeið í Grensáslaug
Hefjast í september 2023.
Tímarnir eru tvisvar í viku í 45 mínútur í senn. Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er hitastig laugar 33°C.
Áhersla er lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika. Þátttakendur fá fræðslu og heimaæfingar í hverri viku.
Í lauginni eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.
Skráning hefst í ágúst.
Mánudaga og miðvikudaga:
Bakleikfimi í laug - stig 1
kl. 11.30 til 12.15
kl. 16.10 til 16.55
Styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líðan í hálsi, herðum og baki.
Léttar æfingar þar sem hver og einn stjórnar álaginu í æfingum.
Leikfimi í laug - stig 2
kl. 12.15 til 13.00
kl. 17.00 til 17.45
Fjölbreyttar æfingar þar sem áhersla er lögð á úthald, styrk og liðleika.
Hver og einn stjórnar álaginu í æfingunum og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum.
Leikfimi í laug - stig 3
kl. 17.50 til 18.35
Kröftugar æfingar þar sem meiri áhersla er lögð á styrk og úthald.
Hver og einn stjórnar álaginu í æfingunum og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum.