top of page
IMG_6830b_edited.jpg

Námskeið í Grensáslaug

undir leiðsögn sjúkraþjálfara

mánudaga og miðvikudaga

Námskeið hefjast 8. janúar og standa til 14. maí.

Mánudaga og miðvikudaga:

 

Kl. 11.30 og 16.10.

Léttar liðkandi og styrkjandi æfingar sem bæta líðan í hálsi og baki.

Æfingar fyrir þá sem hafa einkenni frá hálsi og baki, gigt og sjúkdóma þar sem forðast þarf ofálag.

Kl. 12.15 og 17.00.

Fjölbreyttar æfingar þar sem áhersla er lögð á styrk, úthald og liðleika.

Hver og einn stjórnar álaginu og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum. 

Kl. 17.50.

Þrek og  þol. Skemmtileg og kröftug vatnsleikfimi með fjölbreyttum æfingum.

Hitastig laugar er 33°C og eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

Tímarnir eru tvisvar í viku í 45 mínútur í senn.

Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er áhersla lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.

Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.

Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar þar sem meðal annars er farið í þindaröndun, djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.

Skráning á námskeið hefst 5. desember.

Þú getur valið að skrá þig:

8. janúar til 14. maí - 8. janúar til 10. mars - 12. mars til 14. maí.

Sendu okkur tölvupóst ef þú vilt fá upplýsingar um námskeiðin bakleikfimi@bakleikfimi.com

IMG_6831_edited.jpg

Sundlaug LSH Grensás

við Álmgerði.

Grensásvegi 62, 108 Reykjavík.

bottom of page