BACKSMART ÆFINGAR MEÐ LÓÐUM 

2 X 30 MÍNÚTNA ÆFINGALOTUR AUK FRÆÐSLU Í HVERRI VIKU

  • Æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
  • Styrktaræfingar, úthaldsæfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.
  • Uppbyggileg þjálfun fyrir hrygginn þar sem stoðkerfið er byggt upp sem heild.​
Harpa1_edited_edited.jpg

Dr. Harpa Helgadóttir PhD.

Sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.

  • Þjálfunarstig er á bilinu 2 til 4 og er unnið með létt lóð, þyngri lóð og eigin þyngd.

  • Farið er í æfingarnar frá grunni en álagið eykst hraðar á þessu námskeiði sem er einskonar HRAÐBRAUT og ekki hugsað fyrir þá sem hafa mikla verki í hálsi eða baki.  

  • Markvisst er unnið að því að bæta tækni í æfingum svo að álagið sé uppbyggilegt fyrir hrygginn. Það er ekki nóg að bæta aðeins starfsemi í hálsi eða baki heldur þarf að byggja stoðkerfið upp sem heild. Það þarf að styrkja fótleggjavöðva og bæta starfsemi mjaðma og brjósthryggs.

  • Fræðsla þar sem rýnt er í daglegar athafnir og venjur. Heilbrigður lífstíll skiptir miklu máli fyrir stoðkerfið og regluleg hreyfing eins og rösk ganga í um 30 mínútur á dag skilar betri árangri en lengri, erfiðari og óreglulegri göngutúrar.