
Námskeið í Grensáslaug
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
mánudaga og miðvikudaga
Þú getur valið að skrá þig á:
Heilt námskeið (16 vikur).
Frá 1. september til 17. desember.
Verð kr. 84.640. Mánaðarleg greiðsludreifing, kr. 21.160.
Fyrsta skuldfærslan er við skráningu og svo mánaðarlega í samtals 4 skipti.
Hálft námskeið (8 vikur).
Frá 1. sept - 22. okt og 27. okt - 17. des.
Verð kr. 47.600. Mánaðarleg greiðsludreifing, kr. 23.800.
Fyrsta skuldfærslan er við skráningu og sú síðari mánuði seinna.
Tímarnir eru 45 mínútur í senn.
Hitastig laugar er 33°C og eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.
Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er áhersla lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Æfingar sem bæta styrk, stöðugleika, jafnvægi, úthald og liðleika.
Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar. Þú getur valið að leggja áherslu á mjóbak og mjaðmir eða háls, efra bak og axlir.

