top of page

Leikfimi í laug

Undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Þriðjudaga og föstudaga kl. 12.00 til 12.45.

Þú getur valið að vera einu sinni eða tvisvar í viku.

Upplýsingar:

Hitastig laugar er 33°C og eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er áhersla lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.

Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar þar sem meðal annars er farið í þindaröndun, djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.

 

Kennarar:

Katrín Björgvinsdóttir, sjúkraþjálfari.

Harpa Helgadóttir, PhD. Sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.

Þriðjudaga kl. 12.00-12.45

Léttar æfingar sem byggja upp og bæta líðan í hálsi og baki.

Liðkandi og styrkjandi æfingar auk æfinga sem bæta stöðugleika, jafnvægi og öndun.​

Æfingar fyrir þá sem hafa einkenni frá hálsi og baki, gigt og sjúkdóma þar sem forðast þarf ofálag.

Föstudaga kl. 12.00-12.45 

Léttar til miðlungs erfiðar æfingar sem byggja upp stoðkerfið og bæta líðan. Markmið æfinganna er að auka styrk, úthald, stöðugleika, jafnvægi og liðleika.​

Æfingar fyrir þá sem hafa einkenni frá stoðkerfinu og vilja nýta eiginleika vatnisins í þjálfun.​ 

Skráning á námskeið

Þú getur valið að vera einu sinni eða tvisvar í viku.

Hafðu símann hjá þér til að staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum!

header.jpg

1

Þriðjudaga
kl 12.00-12.45

Frá 2. september til 16. desember.
Verð kr. 49.940.

Mánaðarleg greiðsludreifing kr. 12.485.

2

Föstudaga
kl. 12.00-12.45

Frá 5. september til 19. desember.
Verð kr. 49.940.

Mánaðarleg greiðsludreifing kr. 12.485.

3

Þriðjudaga og föstudaga
kl. 12.00-12.45

Frá 2. september til 19. desember.
Verð kr. 84.640.

Mánaðarleg greiðsludreifing, kr. 21.160.

IMG_9233_edited.jpg
IMG_9248.JPG
IMG_5148.JPG
IMG_5145.JPG
IMG_5147.JPG
IMG_5144.JPG
IMG_5146.JPG

Sundlaugin í Boðaþingi.

Þjónustumiðstöðin Boðinn við Hrafnistu í Kópavogi.

​Sundaugin er 33-34°C og það eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

bottom of page