Háls- og bakleikfimi
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Þriðjudaga og fimtudaga kl. 12.05 til 13.00.
Aðgangur að tækjasal Heilsuklasans, vikuleg fræðsla, heimaæfingar og myndbönd af æfingunum fylgir námskeiðinu.
Kennsla hefst 5. september og stendur til 21. desember.
Verð kr. 80.920 (kr. 20.230/mán).

Leiðbeinendur:
Harpa Helgadóttir, PhD, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.
Jóna Guðný Arthúrsdóttir, sjúkraþjálfari.
Anna Hlín Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari.
Í tímunum er lögð áhersla á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu í æfingum.
Unnið er að því að bæta líkamsvitund, samhæfingu og að minnka stífleika í vöðvum og liðum með léttum danssporum á milli þess sem við gerum styrktaræfingar, stöðugleikaæfingar og jafnvægisæfingar.
Við aukum svo liðleikann með nuddi, teygjum og þindaröndun auk þess sem farið er í djúpvöðvaæfingar hryggjar.
Heilsuklasinn
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík.