top of page

Háls- og bakleikfimi Hörpu.

Leiðbeinandi: Harpa Helgadóttir, PhD.

Sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.

Harpa hefur kennt bakleikfimi í 35 ár.

Tímarnir eru þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 til 12.55.

Aðgangur að tækjasal Heilsuklasans fylgir námskeiðinu.

Námskeiðið hefst 8. janúar og stendur til 31. mars.

Æfingarnar eru miðlungserfiðar og bæta styrk, stöðugleika, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.

Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu í æfingum og að álagið sem lagt er á stoðkerfið hæfi hverjum og einum.

Unnið er að því að bæta líkamsvitund og að minnka stífleika í vöðvum og liðum með léttum danssporum á milli æfinga.

Einstaklingsmiðaðar liðkandi æfingar og teygjur.

Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar þar sem meðal annars er farið í þindaröndun, djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.

Leiðsögn í tækjasal og ráðgjöf.

Harpa Helgadóttir 04.jpg

Skráning á námskeið

Tímarnir eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 til 12.55. 
Kennsla hefst 8. janúar og stendur til 31. mars. 
Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að tækjasal Heilsuklasans til 1. maí,

auk vikulegrar fræðslu og heimaæfinga.

Verð kr. 67.200. Mánaðarleg greiðsludreifing kr. 22.400.
Fyrsta skuldfærslan er við skráningu og svo mánaðarlega í samtals 3 skipti.

Hafðu símann hjá þér til að staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum!

Leiðbeinandi

Harpa Helgadóttir, PhD.

Harpa er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.

Hún lauk doktorsgráðu í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands árið 2010. Harpa hefur kennt bakleikfimi í 35 ár.

Heilsuklasinn 2022_edited_edited.jpg

Heilsuklasinn

Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík.

bottom of page