top of page

Háls- og bakleikfimin í Heilsuklasanum

undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Nýtt námskeið hefst 3. september.

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.05 til 13.00.

Ef þú vilt fá upplýsingar um námskeiðið skaltu senda okkur tölvupóst á netfangið: bakleikfimi@bakleikfimi.com

Fjölbreyttar æfingar og miðlungserfiðir tímar með léttu dansívafi.

Lögð er áhersla á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu í æfingum.

Unnið er að því að bæta líkamsvitund, samhæfingu og að minnka stífleika í vöðvum og liðum með léttum danssporum á milli þess sem við gerum styrktaræfingar, stöðugleikaæfingar og jafnvægisæfingar. 

Við aukum svo liðleikann með nuddi, teygjum og þindaröndun auk þess sem farið er í djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.

Aðgangur að tækjasal Heilsuklasans, vikuleg fræðsla og heimaæfingar fylgir námskeiðinu.

Jóna_edited.jpg

Leiðbeinendur

Heilsuklasinn

Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík.

bottom of page