Háls- og bakleikfimin
í Heilsuklasanum
undir leiðsögn Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfara.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 til 12.55.
Aðgangur að tækjasal Heilsuklasans fylgir námskeiðinu.
Námskeiðið hefst 28. ágúst og stendur til 16. desember.
-
Miðlungs erfiðar styrktaræfingar, stöðugleikaæfingar og jafnvægisæfingar þar sem hver og einn getur stjórnað álaginu.
-
Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu í æfingum og að álagið sem lagt er á stoðkerfið hæfi hverjum og einum.
-
Unnið er að því að bæta líkamsvitund, samhæfingu og að minnka stífleika í vöðvum og liðum með léttum danssporum á milli æfinga.
-
Einstaklingsmiðaðar liðkandi æfingar og teygjur.
-
Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar þar sem meðal annars er farið í þindaröndun, djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.
-
Leiðsögn í tækjasal og ráðgjöf.

Skráning á námskeið
Tímarnir eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 til 12.55.
Kennsla hefst 28. ágúst og stendur til 16. desember.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að tækjasal Heilsuklasans
til 31. desember, auk vikulegrar fræðslu og heimaæfinga.
Verð kr. 89.200. Mánaðarleg greiðsludreifing kr. 22.300.
Fyrsta skuldfærslan er við skráningu og svo mánaðarlega í samtals 4 skipti.
Leiðbeinendur
Heilsuklasinn
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík.