top of page

HÁLS- OG BAKÆFINGAR HEIMA Í STOFU

Við vinnum að því að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund á sama tíma og við aukum styrk, stöðugleika og liðleika líkamans.

Ég fer einnig með þér í gegnum jafnvægisæfingar, öndunaræfingar, djúpvöðvaæfingar, nudd og teygjur sem minnka vöðvaspennu og draga úr stífleika í liðum. 

Hvernig æfingar viltu?

Harpa Helgadóttir10578_edited.jpg

MJÖG LÉTTAR ÆFINGAR

Á stól, með stuðningi og á dýnu.

Liðkandi og styrkjandi án lóða.

Harpa Helgadóttir10585.jpg

LÉTTAR ÆFINGAR

Í standandi stöðu og á dýnu.

Liðkandi og styrkjandi án lóða.

Harpa Helgadóttir10590.jpg

FJÖLBREYTTTAR ÆFINGAR 

Í standandi stöðu og á dýnu.

Liðkandi og styrkjandi með 0.5 til 1 kg lóð.

Harpa Helgadóttir10587.jpg

FJÖLBREYTTAR OG MEIRA STYRKJANDI ÆFINGAR 

Í standandi stöðu og á dýnu.

Liðkandi og styrkjandi með 0.5 til 3 kg lóð.

Mikilvægt er að æfingar séu hæfilega erfiðar og að álagsþol stoðvefja sé byggt upp smám saman.

Ef þú hefur háls- eða bakverki er mikilvægt að æfingarnar séu hæfilega erfiðar og að álagsþol stoðvefjanna sé byggt upp smám saman. Ef þú hefur ekki verki getur þú byggt álagsþolið upp hraðar og farið á svokallaða „Hraðbraut“. Einnig getur þú valið að gera upphitun með dansívafi sem minnkar vöðvaspennu, dregur úr stífleika í liðum og er því gott að gera samhliða styrktar- og stöðugleikaæfingum.

​​

Til að bæta starfsemi í hálsi og baki og draga úr verkjum er nauðsynlegt að bæta líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Það þarf því að styrkja fótleggi og bæta stöðu á mjaðmagrind og mjóhrygg á sama tíma og unnið er að því að bæta starfsemi í hálsi og baki.

Góð starfsemi í brjósthrygg er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að ofálag verði á liðum háls, axla og baks. Það er því mikilvægt að byggja stoðkerfið upp sem heild. 

Heilbrigður lífstíll skiptir miklu máli fyrir stoðkerfið og regluleg hreyfing eins og rösk ganga í um 30 mínútur á dag skilar betri árangri en lengri, erfiðari og óreglulegri göngutúrar.

Ef þú vilt fá meiri upplýsingar skaltu senda okkur tölvupóst á:
bakskolinn@bakskolinn.com

bottom of page