BETRI LÍÐAN Í HÁLSI OG BAKI
MEÐ EÐA ÁN LÓÐA
3 MÁNAÐA NÁMSKEIÐ KR. 20.000.-
NÝ FRÆÐSLA OG ÆFINGAR Í HVERRI VIKU.
BYRJENDANÁMSKEIÐ
VELDU ÞITT ÁLAGSSTIG
FRAMHALD - 1
BETRI LÍÐAN Í HÁLSI OG BAKI eru námskeið þar sem þú getur valið á milli þriggja álagsstiga. Til að bæta líðan og byggja upp betri starfsemi í hálsi og baki þarf álagið að vera hæfilegt og má ekki aukast of hratt ef mikil viðkvæmni er í vefjum. Það er því gott að vera raunsær og byrja að æfa á réttu álagi. Engin lóð eru notuð á stigi 1 en á stigi 2 eru notuð létt lóð sem þyngjast svo á stigi 3.
Á öllum námskeiðum er markvisst unnið að því að bæta tækni í æfingum svo að álagið sé uppbyggilegt fyrir hrygginn. Það er ekki nóg að bæta aðeins starfsemi í hálsi eða baki heldur þarf að byggja stoðkerfið upp sem heild. Það þarf að styrkja fótleggjavöðva og bæta starfsemi mjaðma og brjósthryggs til að jafna álagið svo að ekki verði ofálag á viðkvæma liði.
Fræðslan er einnig gífurlega mikilvæg þar sem rýna þarf í daglegar athafnir og venjur. Heilbrigður lífstíll skiptir miklu máli fyrir stoðkerfið og regluleg hreyfing eins og rösk ganga í um 30 mínútur á dag skilar betri árangri en lengri, erfiðari og óreglulegri göngutúrar.