Námskeið í Grensáslaug
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
mánudaga og miðvikudaga
Hálft námskeið - 9 vikur
12. mars til 14. maí.
Verð kr. 51.444
Greiðsludreifing í 2 mánuði kr. 25.722
Tímarnir eru tvisvar í viku í 45 mínútur í senn.
Ef þú vilt vera einu sinni í viku á mánudegi eða miðvikudegi skaltu senda okkur tölvupóst á bakleikfimi@bakleikfimi.com
Hitastig laugar er 33°C og eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.
Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er áhersla lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.
Í hverri viku færðu fræðslu og heimaæfingar þar sem meðal annars er farið í þindaröndun, djúpvöðvaæfingar hryggjar og grindarbotnsæfingar.
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ
Leikfimi í laug
Fjölbreyttar æfingar þar sem áhersla er lögð á styrk, úthald og liðleika.
Hver og einn stjórnar álaginu og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum.
Mánudaga og miðvikudaga kl. 12.15
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00
Laust á mánudögum, 1 x í viku frá 22 janúar til 14 maí.
Upplýsingar og skráning: bakleikfimi@bakleikfimi.com
Leikfimi í laug
meira þrek og þol
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.50
Meiri fjölbreytni er í æfingum og aukin áhersla er lögð á þrek- og þolæfingar.
Laust er í hópinn ef þú vilt byrja fyrr.
Þú getur einnig valið að vera 1 x í viku.
Sendu okkur tölvupóst á bakleikfimi@bakleikfimi.com