ÆFINGAR Í SUNDLAUG
Leiðbeinandi: Dr. Harpa Helgadóttir PhD. Sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum
ÆFINGAR Í LAUG AUK FRÆÐSLU Í HVERRI VIKU Í 50-60 MÍNÚTUR
-
Vatnsyfirborðið er í axlarhæð.
-
Notuð eru þráðlaus heyrnatól og snjallsími.
-
Æfingar bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
-
Styrktaræfingar, úthaldsæfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.
-
Uppbyggileg þjálfun fyrir hrygginn þar sem stoðkerfið er byggt upp sem heild.

BAKLEIKFIMI Í LAUG MEÐ LÉTTUM ÆFINGUM
ÁSAMT FRÆÐSLU FYRIR BAKIÐ
ÁSAMT FRÆÐSLU FYRIR HÁLSINN
LEIKFIMI Í LAUG MEÐ FJÖLBREYTTUM ÆFINGUM
ÁSAMT FRÆÐSLU FYRIR BAKIÐ
ÁSAMT FRÆÐSLU FYRIR HÁLSINN
Leiðbeinandi.
Dr. Harpa Helgadóttir hefur kennt bakleikfimi í þrjátíu ár eða frá því hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 1991.
Harpa lauk sérfræðinámi í stoðkerfisfræðum og meistaragráðu frá háskóla í Bandaríkjunum árið 2005, þar sem hún starfaði um tíma. Doktorsgráðu lauk hún árið 2010 frá Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði starfsemi háls og efra baks hjá fólki með hálsverki. Harpa kenndi í fimmtán ár í Háskóla Íslands og er í dag með námskeið fyrir sjúkraþjálfara, bæði hér á landi og erlendis.
