top of page

Bakleikfimi í sundlauginni í Boðaþingi.

Hefst í september 2023.

Kennt er tvisvar í viku og er hver tími 45 mínútur.

Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er hitastig laugar 33°C. 

Áhersla er lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.

Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika. Þátttakendur fá fræðslu og heimaæfingar í hverri viku.

Í lauginni eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

Skráning hefst í ágúst.
Ef þú vilt að við sendum þér tölvupóst þegar skráning hefst skaltu senda okkur tölvupóst á netfangið: bakleikfimi@bakleikfimi.com

Mánudaga og föstudaga frá kl. 12.00 til 12.45.

Í hádeginu

Styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líðan í hálsi, herðum og baki.

Léttar æfingar þar sem hver og einn stjórnar álaginu í æfingum.

Kennari: Katrín Björgvinsdóttir, sjúkraþjálfari.

IMG_5149.JPG
IMG_5148.JPG
IMG_5145.JPG
IMG_5146.JPG
IMG_5147.JPG
IMG_5144.JPG
IMG_5150.JPG

Sundlaugin í Boðaþingi.

Þjónustumiðstöðin Boðinn við Hrafnistu í Kópavogi.

​Sundaugin er 33-34°C og það eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

bottom of page