Námskeið í sundlauginni í Boðaþingi
Undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Tímarnir eru tvisvar í viku í 45 mínútur í senn. Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er hitastig laugar 33°C.
Áhersla er lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika. Þátttakendur fá fræðslu og heimaæfingar í hverri viku.
Í lauginni eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.
Kennari: Katrín Björgvinsdóttir, sjúkraþjálfari.
Leikfimi í laug
Frá 13. október til 18. desember.
kl. 12.00 - 12.45
mánudaga og föstudaga
Miðlungs erfiðar æfingar þar sem áhersla er lögð á úthald, styrk og liðleika. Fjölbreyttar æfingar þar sem hver og einn stjórnar álaginu og getur valið að auka vatnsmótstöðuna með áhöldum.
Verð kr. 50.400. Kr. 25.200 greiðast við skráningu og eftir mánuð.
Skráning hefst 4. október.
Ef þú vilt vera einu sinni í viku skaltu senda okkur tölvupóst á bakleikfimi@bakleikfimi.com
Bakleikfimi í laug
Frá 5. september til 19. desember.
kl. 12.00 - 12.45
þriðjudaga
Léttar liðkandi og styrkjandi æfingar sem bæta líðan í hálsi og baki. Æfingar fyrir þá sem hafa einkenni frá hálsi og baki, gigt og sjúkdóma þar sem forðast þarf ofálag.
Það er fullt á námskeiðið en nokkur pláss losna í október.
Ef þú vilt vera á biðlista skaltu senda okkur tölvupóst á bakleikfimi@bakleikfimi.com







Sundlaugin í Boðaþingi.
Þjónustumiðstöðin Boðinn við Hrafnistu í Kópavogi.
Sundaugin er 33-34°C og það eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi.