HÁLS- OG BAKÆFINGAR

3 MÁNAÐA FJARÞJÁLFUN MEÐ AÐGANG AÐ ÞJÁLFUNARGÁTT SEM HÆGT ER AÐ SKOÐA Í SNJALLSÍMA EÐA TÖLVU

NÝJAR ÆFINGAR OG FRÆÐSLA KOMA Í GÁTTINA Í HVERRI VIKU

ÞÚ GETUR BYRJAÐ HVENÆR SEM ER OG GERT ÆFINGARNAR ÞEGAR ÞÉR HENTAR

Námskeiðið hefst með samtali við Hörpu sem metur hvaða fræðsla og æfingar henta þér best. Auk þess veitir hún þér ráðlegginar eins og við á (10-15 mín).

 

Í framhaldi af því samtali færðu aðgang að þjálfunargátt þar sem nýjar æfingar og fræðsla koma í gáttina í hverri viku í 10 vikur. Aðgangur að þjálfunargáttinni er 3 mánuðir.

Mánaðarlegar skuldfærslur á kreditkort kr. 8000 í þrjá mánuði.

Samtals kr. 24.000.-
 

Þegar þú hefur skráð þig skaltu senda upplýsingar um hvenær best er að hafa samband.  

Netfangið er bakskolinn@bakskolinn.com

Harpa1_edited.jpg

Leiðbeinandi:

Dr. Harpa Helgadóttir, PhD,

Sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisfræðum.

Dr. Harpa Helgadóttir hefur kennt bakleikfimi í þrjátíu ár eða frá því hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 1991.

Harpa lauk sérfræðinámi í stoðkerfisfræðum og meistaragráðu frá háskóla í Bandaríkjunum árið 2005, þar sem hún starfaði um tíma. Doktorsgráðu lauk hún árið 2010 frá Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði starfsemi háls og efra baks hjá fólki með hálsverki.  Harpa kenndi í fimmtán ár í Háskóla Íslands og er í dag með námskeið fyrir sjúkraþjálfara, bæði hér á landi og erlendis.

_MG_8111.jpg