top of page

HÁLS- OG BAKÆFINGAR 

3 mánaða fjarþjálfun undir leiðsögn

Dr. Hörpu Helgadóttur, PhD, sjúkraþjálfara og sérfræðings í stoðkerfisfræðum.

Þú getur byrjað hvenær sem er og færð heimaæfingar og fræðslumyndbönd frá Hörpu í hverri viku.  

Hún leiðir þig í gegnum æfingar sem byggja stoðkerfið upp á heildrænan máta en þú velur á milli þess að leggja áherslu á bakið, mjaðmagrind og fótleggi eða á háls, efra bak og axlir. 

Verð kr. 20.000 

(tveggja mánaða greiðsludreifing).

    Harpa Helgadóttir 01_edited.jpg

    HÁLS- OG BAKÆFINGAR HEIMA Í STOFU

    Ef þú hefur verki er mikilvægt að æfingar séu hæfilega erfiðar og að álagsþol stoðvefjanna sé byggt upp smám saman.

     "HRAÐBRAUT"
    STYRKUR - STÖÐUGLEIKI - LIÐLEIKI

    Ef þú hefur ekki verki getur þú byggt álagsþolið upp hraðar með lóð og eigin þyngd.

    HÁLS- OG  BAKLEIKFIMI MEÐ DANSÍVAFI 

    Upphitun með dansívafi minnkar vöðvaspennu, dregur úr stífleika í liðum og er því gott að gera samhliða styrktar- og stöðugleikaæfingum.

    HÁLS- OG BAKÆFINGAR Í SUNDLAUG

    Við vegum 1/10 af líkamsþyngdinni þegar við stöndum með vatnsyfirborðið í axlarhæð.

    Vatnið veitir okkur stuðning en einnig mótstöðu í æfingum.

    _MG_8111.jpg

    Leiðbeinandi:

    Dr. Harpa Helgadóttir hefur kennt bakleikfimi í þrjátíu ár eða frá því hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 1991.

    Harpa lauk sérfræðinámi í stoðkerfisfræðum árið 2000 og meistaragráðu frá háskóla í Bandaríkjunum árið 2005, þar sem hún starfaði um tíma. Doktorsgráðu lauk hún árið 2010 frá Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði starfsemi háls og efra baks hjá fólki með hálsverki.  Harpa kenndi í fimmtán ár í Háskóla Íslands og er í dag með námskeið fyrir sjúkraþjálfara, bæði hér á landi og erlendis.

    bottom of page